Stafrænar endurgerðir

Tímarit.is
Dagblöð og tímarit frá Íslandi, Færeyjum og Grænlandi
Handrit.is
Samskrá íslenskra handrita með mynduðum eintökum
Bækur.is
Stafræn endurgerð íslenskra bóka
Íslandskort.is
Íslandskort og ágrip af kortasögu
Hljóðsafn
Stafræn afrit af tónlist og viðtöl

Gagnasöfn

Skemman
Safn námsritgerða og rannsóknarita
Rafhlaðan
Rafrænt varðveislusafn
Vefsafnið
Íslenskir vefir frá 1996 til dagsins í dag
Leitir.is
Samleit í gagnasöfnum og samskrá bókasafna
Finna tímarit
SFX-leit að tímaritum í áskrift safnsins
Hvar.is
Landsaðgangur að tímarita- og gagnasöfnum
Þýðingar úr íslensku
Leit að þýðingum úr íslensku í Leitir.is
Source: http://www.cse.unsw.edu.au/~aaronc/hddimages/

Um íslenska vefsafnið

Lög um skylduskil til safna, nr. 20/2002, tóku gildi 1. janúar 2003. Í 8. gr. er ákvæði um að sá sem birtir verk á rafrænu formi á almennu tölvuneti skal veita móttökusafni aðgang að verkinu. Í 6. gr. reglugerðar um skylduskil til safna nr. 982/2003 segir, að undir þennan flokk efnis falli vefsíður og önnur gögn, sem birt eru eða gerð aðgengileg almenningi á hinum íslenska hluta veraldarvefsins, þ.e. þjóðarléninu .is, svo og efni sem birt er á öðrum lénum á íslensku eða af íslenskum aðilum. Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn er móttökusafn þessa efnis og skal jafnframt varðveita það.

Söfnun og varðveisla

Vefsíðum er safnað með vefsafnara sem kallast Heritrix og tók starfsmaður safnsins þátt í að þróa hann. Efnið er vistað í tveimur eintökum á seguldiskum og er annað eintakið vistað hjá Skýrr. Einnig eru sett tvö afrit á segulbönd.

Aðgangur

Stefnt er að því að aðgangur að vefsafninu verði sem víðtækastur en þó þannig að aðgangurinn komi ekki niður á eða skaði hagsmuni þeirra sem eiga efni á raunvefnum. Hægt er að fletta upp efni eftir vefslóðum. Seinna verður safnið gert leitarbært í textaleit, a.m.k. að hluta.

Erlent samstarf

Safnið er aðili að alþjóðlegu samstarfi um skilgreiningu á stöðlum um vefsöfnun, þróun vefsafnara, gerð efnisyfirlits yfir vefsöfn og gerð aðgangsforrita fyrir vefsöfn með þáttöku í samtökunum International Internet Preservation Consortium, skammstafað IIPC.

Framkvæmd safnana


Heildarsafnanir

Stefnt er að því að framkvæma árlega þrjár heildarsafnanir af öllum íslenska vefnum. Þá er tekið afrit af þjóðarléninu .is, en forrit eru undanskilin. Þessu má líkja við að tekin sé mynd af íslenska vefnum eins og hann er hverju sinni.

Samfelldar safnanir

Til að ná betur til þess efnis sem breytist mjög ört er jafnhliða heildarsöfnunum stöðugt safnað sérstökum völdum vefsíðum. Helstu viðmið varðandi val á þessum vefjum eru að þeir geymi efni sem telst áhugavert í þjóðfélagslegri umræðu hér á landi, s.s. fréttaefni, stjórnmálaskrif, fregnir af menningaratburðum, tíðindi af landsbyggðinni o.fl. Einnig að viðkomandi vefur sé opinn öllum, breytist ört og að hætta sé á að forvitnilegt efni hverfi fljótlega af honum.

Viðburðasafnanir

Þegar sérstakir merkisviðburðir eiga sér stað í þjóðfélaginu, t.d. kosningar á landsvísu, er framkvæmd samfelld söfnun á lénum sem varða slíka viðburði, en söfnunin verður tímabundin. Fyrsta söfnun af þessu tagi tók til sveitarstjórnarkosninganna 2006 og einnig var safnað þegar kosið var til Alþingis 2007.

Íslenskt efni á öðrum lénum

Til viðbótar íslenska vefnum verður safnað efni sem varðar Ísland eða Íslendinga og er til á öðrum lénum en .is. Unnið verður að því að finna þessar síður. Þær sem taldar eru skipta máli verða afritaðar og settar í vefsafnið.