Leiðbeiningar fyrir 'tímalínu'

Á þessari síðu eru upplýsingar um hvernig má nota "tímalínu" vefsafnsins. Leiðbeiningar um hvernig á að leita í vefsafninu eru hér.

Á myndinni fyrir neðan má sjá tímalínuna sem hægt er að nota til að ferðast fram og aftur í tíma í vefsafninu. Hefur henni verið skipt niður í svæði sem eru nánar útskýrð fyrir neðan.

Screenshot showing an example timeline page with annotated elements described below.

A
Aftur á forsíðu Vefsafn.is.
B
Full slóð núverandi vefsíðu. Þú getur slegið inn aðra slóð til að skoða hérna. Þá færðu upp afrit sem tekið var eins nálægt og mögulegt er í tíma og það sem þú varst að skoða.
C
Efst birtist fjöldi afrita sem til er af þessari slóð. Hægt er að smella á þá tölu til að fá nákvæmara yfirlit yfir afritin. Fyrir neðan, í gráum lit, er tiltekið á hvaða tímabil afritin spanna.
D
Þetta er hin eiginlega tímalína. Hún sýnir svarta kassa þar sem afrit eru til. Því hærri sem kassinn er, þeim mun fleiri afrit eru til frá þessum tíma. Þegar músin er sett yfir þessa línu þá breytist miðdálkurinn í E til að sýna dagsetningu sem liggur þar undir. Sé smellt á tímalínuna þá er farið á afrit frá viðeigandi tíma.
E
Miðdálkurinn hér (svartur með hvítum texta) sýnir mánuð, dag innan mánaðar og ár sem núverandi afrit er frá. Hægt er að láta músina yfir þessa dagsetningu og birtist þá einnig nákvæmur tími eftir augnablik. Sitt hvoru megin eru svo tæki til að fara aftur á bak og áfram. Efst er hægt að fara um u.þ.b. mánuð, neðast um u.þ.b. eitt ár og í miðjunni er ör og færir hún notendann á næsta eða síðasta afrit á undan sem til er. Í öllum tilfellum er hægt að láta músina vaka yfir tenglunum til að sjá nákvæmlega hvaða afrit fæst með þeim.
F
Þessi tengill felur tímalínuna. Til að fá hana aftur þarf að endurhlaða síðuna.
G
Tengill á þennan hjálpartexta

Svæðið fyrir neðan tímalínununa er afritið af vefsíðunni, birt eins skilmerkilega og við getum. Óhætt er að smella á tengla í því og ættir þú þá að fá viðeigandi vefsíðu úr safni okkar, eins nálægt í tíma og kostur er.