Hjálpræðisherinn í Reykjavík

Börn og unglingar í unglingastarfinu vorið 2020Hjálpræðisherinn í Reykjavík (reykjavik@herinn.is) er fluttur í nýtt og glæsilegt húsnæði að Suðurlandsbraut 72

Foringjar í Reykjavíkurteymi eru Hjördís Kristinsdóttir, Ingvi Kristinn Skjaldarson, aðstoðarforingar eru Ester Ellen Nelson og Jaime Tablante, sem einnig er spænskumælandi og sér um þann hluta safnaðarstarfsins. Linda Björk Hávarðardóttir starfar sem verkefnastjóri BUH (Barna- og unglingastarfs Hjálpræðishersins) í Reykjavík.

Mikill fjöldi sjálfboðaliða tekur þátt í starfi Hjálpræðishersins í Reykjavík. Í flokknum er þétt dagskrá alla vikuna og allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Hægt er að skrá sig sem sjálfboðaliða hér.

Á sunnudögum er samkoma klukkan 11:00 og sunnudagaskóli. Gætt er að fjöldatakmörkunum og sóttvörnum. 

Flokkurinn iðar þó af lífi alla virka daga, sem dæmi má nefna, aðstoð við heimanám á þriðjudögum og fimmtudögum, opið hús fyrir börn og unglina á miðvikudögum auk þess að á hverjum virkum degi er hægt að koma og fá heitan mat í hádeginu milli 12:00 og 14:00.  

Áhugasamir eru hvattir til að kynna sér dagskrá flokksins en hana má finna í heild sinni hér. 

Nýtt símanúmer fyrir velferðarþjónustu hefur verið tekið upp hjá Hjálpræðishernum í Reykjavík. Til að óska eftir aðstoð í formi korts í matvöruverslun þarf að senda sms með nafni og kennitölu og panta tíma í viðtal. Símanúmerið er 620-6780, eða senda póst á velferd@herinn.is.
 
Hægt er að leigja út sali til fundarhalda, námskeiða eða fyrir veislur eins og stúdentveislur, fermingarveislur eða afmælisveislur. Hægt er að leigja salina með eða án veitinga. Samstarfsaðili Hjálpræðishersins með veitingar fyrir salina er LUX veitingar ehf. Frekari upplýsingar er hægt að fá með því að senda fyrirspurn á salir@herinn.is
 

Hjálpræðisherinn í Reykjavík er á Facebook og á Instagram.