
Áhugaverð skjöl
Í kjölfar bréfs Jónasar B. Jónssonar fræðslufulltrúa hófst umræða hjá Fræðsluráði Reykjavíkur sem ákvað hinn 13. maí 1948 að gera tilraun með skólagarð fyrir börn og unglinga. Einar B. Malmquist ræktunarráðunautur leiddi verkefnið og sendi borgarstjóra greinargerð að hausti hvernig til tókst.
Samkvæmt greinargerð ræktunarráðunaut voru 68 börn innrituð og hófst skólagarðyrkjustarfið 5. júní sama ár. Fyrst og fremst var lögð áhersla á kartöfluræktun og var börnunum gert að annast hana í sameiningu. Börnin voru á aldrinum 10 ára til 14 ára og komu flest úr Austurbæjarskólahverfi og Laugarnesskólahverfi.
Skoða öll áhugaverð skjöl