Gamall haus


Fréttir


06.09.2022 Frumkvæðisathugun Borgarskjalasafns Reykjavíkur á skjalavörslu Austurbæjarskóla
Borgarskjalasafn Reykjavíkur - Grófarhúsið Borgarskjalasafn Reykjavíkur er héraðsskjalasafn í eigu Reykjavíkurborgar, sem starfar eftir lögum nr. 77/2014 um opinber skjalasöfn og reglum Þjóðskjalasafns Íslands. Auk þess gildir reglugerð um héraðsskjalasöfn nr. 283/1994 og Samþykkt um Borgarskjalasafn Reykjavíkur frá 2006 um safnið. Borgarskjalasafnið hefur eftirlits-, leiðbeiningar- og ráðgjafaskyldu gagnvart borgarstofnunum sbr. 3 og 4. gr. samþykktar fyrir safnið. Í samræmi við ofangreint hefur Borgarskjalasafnið eftirlit með skjalavörslu þeirra aðila sem eru afhendingarskyldir um skjöl sín og önnur gögn til þess. Austurbæjarskóli tók til starfa árið 1930 og telst afhendingarskyldur aðili til Borgarskjalasafns Reykjavíkur. Við frágang á skjalasafni Austurbæjarskóla kom í ljós að mikilvæg skjöl og skjalaflokka sem ættu að vera hluti af skjalasafni skólans vantaði. Í kjölfarið hóf borgarskjalavörður frumkvæðisathugun á skjalavörslu Austurbæjarskóla. Tildrög athugunar var að kanna afdrif eldri skjala úr starfsemi Austurbæjarskóla sem vantaði í skjalasafn skólans. Árin 2017, 2018, 2019 og 2020 afhenti Hollvinafélag Austurbæjarskóla eldri skjöl úr starfsemi Austurbæjarskóla. Af atvikum máls og skýringum skólastjóra má draga þá ályktun að auka þarf verulega fræðslu á þeim reglum og leiðbeiningum um skjalavörslu sem hafa verið gefnar út af skrifstofu skóla-og frístundasviðs. Lauk athugun borgarskjalavarðar með tilmælum um úrbætur í bréfi dags. 9. febrúar 2022.
19.08.2022 Menningarnótt - Sýning á skjölum kvikmyndahúsa í Reykjavík á árum áður.
Syning-bioskjol Menningarnótt - Sýning Borgarskjalasafns Reykjavíkur á skjölum er tengjast kvikmyndahúsum í Reykjavík á árum áður. Sýningin er á 3. og 4. hæð á Tryggvagötu 15 – Grófarhúsinu í stigagangi Tilvalið að kíkja við og rifja upp gamlar minningar er tengjast bíóferðum fyrri tíma og fræðast um starfsemi þeirra.
08.07.2022 Sumarlokun Borgarskjalasafns 25. júlí 2022 - 2. ágúst 2022
Lesstofa verður lokuð 25. júlí til 2. ágúst 2022 vegna sumarleyfa starfsmanna Lesstofa og afgreiðsla Borgarskjalasafns Reykjavíkur verður lokuð vegna sumarleyfa frá 25. júlí 2022 - 2. ágúst 2022 nk. Tekið verður á móti fyrirspurnum til safnsins í gegnum netfangið borgarskjalasafn@reykjavik.is um leið og færi gefst.

Skoða allar fréttir

Forsíðurenningur

 

Áhugaverð skjöl



Í kjölfar bréfs Jónasar B. Jónssonar fræðslufulltrúa hófst umræða hjá Fræðsluráði Reykjavíkur sem ákvað hinn 13. maí 1948 að gera tilraun með skólagarð fyrir börn og unglinga. Einar B. Malmquist ræktunarráðunautur leiddi verkefnið og sendi borgarstjóra greinargerð að hausti hvernig til tókst. Samkvæmt greinargerð ræktunarráðunaut voru 68 börn innrituð og hófst skólagarðyrkjustarfið 5. júní sama ár. Fyrst og fremst var lögð áhersla á kartöfluræktun og var börnunum gert að annast hana í sameiningu. Börnin voru á aldrinum 10 ára til 14 ára og komu flest úr Austurbæjarskólahverfi og Laugarnesskólahverfi.

Skoða öll áhugaverð skjöl


 

Grófarhúsið

Borgarskjalasafn Reykjavíkur
Tryggvagötu 15,
101 Reykjavík
Sími: 411 6060

Afgreiðslutími:
Lesstofa er opin mánudaga
til föstudaga kl. 13-16.

Nánar um safnið



Langtímavarðveisla rafrænna skjala hjá Reykjavíkurborg


Elstu skjöl Reykjavíkurborgar


Brunabótavirðingar 1811-1953


Vefur Bjarna Benediktssonar


Ólafur Thors


Björn Þórðarson - skjalasafn


einkaskjalasafn.is


Félag héraðsskjalavarða


Euarchives