Gamall haus


Úrklippusafn - Uppeldisleg áhrif skólagarða á Reykjavíkurbörn - Norræni skjaladagurinn 2021

Í úrklippusafni Borgarskjalasafns, undir flokknum "Skólar, íþróttir, leikvellir, sundhöll, bókasafn & búskapur. 1948-1954", má m.a. finna viðtal við  ræktarráðunaut við Morgunblaðið 23. maí 1948 um skólagarða Reykjavíkur.

Að hans sögn voru:

 „Skólagarðar ekki nýtt fyrirbrigði.[…] Árangur af starfsemi skólagarða er mjög hagkvæmur að dómi þeirra manna sem mest og best þekkja til. […] Garðarnir hafa dregið úr göturápi þeirra og þá eru þeir heilsulind, þeir stuðla að betra mataræði og unglingarnir fá nauðsynlega líkamsþjálfun í hreinu lofti. Einnig hafa störf unglinganna við skólagarðana í för með sjer aukin vinnuafköst og verklagni.“

 

„Reynslan sýnir að rekstur skólagarða getur haft ótrúlega djúp áhrif á uppeldi barna og eykur tölu góðra og nýtra þjóðfjelagsþegna. Ef skólagarðar bæjarins yrðu til þess að vekja æskuna til starfs-og sköpunargleði, kenna henni að nota frístundirnar við hagnýt, göfgandi störf, kæmi henni í náið samband við moldina og gróandann, væri uppeldismál okkar vel á veg komin, auk þess sem slík starfsemi muni efla að miklum mun menningu og snyrtibrag bæjarins.“

 

Hættur þéttbýlis

Almennt var litið á skólagarða sem þýðíngarmikið skref í uppeldismálum bæjarins sem foreldrar og forráðamenn barna og unglinga ættu að styðja. Það má sjá í umfjöllun Morgunblaðsins 29. maí 1948 í greininni Daglegu lífi:

„Skólagarðar með því sniði sem þeim er ætlað að starfa hjer eru án efa merkileg tilraun til þess að komast út úr þeim ógöngum sem uppeldismál okkar Reykvíkinga eru raunverulega í, og ættu ef vel tekst að verða til þess að ljetta áhyggjur okkar er höfum fyrir börnum að sjá á þeim aldri sem „gatan“ og það er henni fylgir er hættulegust heilbrigðum þroska þeirra…“

 

vidtal_Einar B. Malmquist_1948
Mynd: Blaðaúrklippa Morgunblaðs 05.06.1948 og Tímans 08.06.1948

 

Mbl_Vidtal_Einar B. Malmquist
Mynd: Blaðaúrklippa Morgunblaðs 121. tbl. 23.05.1948     

             

Heimildir:

  1. BsR. Blaðaúrklippur. Aðfnr. 3710. Örk 1. Skólar, íþróttir, leikvellir, sundhöll, bókasafn & búskapur. 1948-1954.

 

Þessar heimildir of fleiri má einnig nálgast á www.timarit.is

  1. Morgunblaðið 121. tbl.  (23.05.1948)
  2. Morgunblaðið 125. tbl. (28.05.1948)
  3. Morgunblaðið 126. tbl. (29.05.1948)
  4. Morgunblaðið 129 tbl. (02.06.1948)
  5. Þjóðviljinn 120. tbl. (02.06.1948)
  6. Morgunblaðið 132. tbl. (05.06.1948)
  7. Tíminn 125. tbl. (08.06.1948)
  8. Morgunblaðið 126. tbl. 29.08.1948

Höfundur: Kristín Fjóla Fannberg

 

Share

Til baka...