Gamall haus


Reykjavík í ræktinni - Norræni skjaladagur 2021

Eins og sjá má í greinagerðinni kom nefndin að málefnum er lutu að gerð „barnamjólkur“ (þ.e. ógerilsneyddri mjólk) á kúabúinu að Korpúlfsstöðum. Vann nefndin að því að afla alhliða upplýsingar um slíka framleiðslu í Bandaríkjunum og á Norðurlöndunum þar sem að ekki væri neitt við að styðjast hérlendis í þeim efnum. Með þessu máli má einnig finna ýmsar áhugaverðar upplýsingar er varða rekstur Korpúlfstaða:

 

Landbunarnefnd_Rvk_1946
Mynd: Fyrsta síða greinargerðar Landbúnaðarnefndar Reykjavíkurbæjar 1946


Þá vann nefndin að framtíðarskipan á garðyrkjumálum bæjarins og þá sérstaklega á leigugörðum bæjarsjóðs. Var verið að finna til framtíðar garðahverfi bæjarins og var helst horft til svæðisins á milli Árbæjar og Rauðavatns, norðan Suðurlandsbrautar. 

Annað verkefni nefndarinnar snéri að ræktunarmálum og viðhaldi og endurbótum þess lands sem þegar hafði verið tekið í notkun og svo ræktun þess lands sem ræktanlegt gæti talist. Sérstaklega var lögð áhersla á að mæla lönd bæjarins í Mosfellssveit, Arnarholti á Kjalarnesi og Þorláksstöðum í Kjós.

Landbunarnefnd_Rvk_1946 - 2
Mynd: Önnursíða greinargerðar Landbúnaðarnefndar Reykjavíkurbæjar 1946

 

Að lokum er farið yfir þau aðföng og jarðvinnsluverkfæri sem nauðsynleg þóttu til að framkvæma þessi verkefni og ber þar ýmissa grasa.

Landbunarnefnd_Rvk_1946 - 3
Mynd: Þriðja síða greinargerðar Landbúnaðarnefndar Ræykjavíkurbæjar 1946

 

Þessi greinargerð sýnir svo um er ekki villst að landbúnaðarmál skipuðu sterkan sess í starfsemi Reykjavíkur um miðja síðustu öld og af nægu var að taka.

 

Hérna má sjá útsýnisflug yfir Reykjavík og nágrenni einmitt á þessu sama ári þar sem glögglega má sjá hversu mikið er um hagbeit og jarðræktarsvæði í jaðri byggðarinnar.

https://filmcentralen.dk/museum/danmark-paa-film/klip/reykjavik-vorra-daga-fyrri-hluti-17  

 

Heimildir: BsR. Málasafn borgarstjóra. Aðfnr. 3785.  Örk 3 – Landbúnaðarnefnd 1943-1947. Askja 909.

Höfundur: Andrés Erlingsson 2021

 

Share

Til baka...