Gamall haus


Höfuðstaðsins helstu hross (Hesthús bæjarins) - Norræni skjaldagurinn 2021

Skjal frá bæjargjaldkera til borgarstjóra, sem finna má í málasafni borgarstjóra, frá 11. september 1924 lýsir vel þeim kostnaði sem því fylgdi fyrir bæinn að halda hross og þar koma einnig fram fróðlegar upplýsingar um hlutverk þeirra og tilgang.

Hesthús bæjarins“ eins og það hét og stóð við Snorrabraut, þurfti að greiða leigu árið 1923 fyrir 3 tún til beitar auk leigu á hesthúsi og hlöðu og var árlegi kostnaðurinn við það 4000 krónur. Að auki þurfti að greiða 1000 kr. til Jóns Jóhannssonar fyrir yfirumsjón á rekstri hesthússins:

 

Kostnadur_Hesthus_1924
Mynd: Rekstraryfirlit hesta Reykjavíkurbæjar fyrir árið 1923

 

Þá má sjá að á þessu ári voru 6 hestar eingöngu að störfum við sorphreinsun, 5 hestar við salernishreinsun og 2 hestar við götuhreinsun. Drógu þeir vagna sem safnað var í því sem til féll við hreinsun bæjarins.

 

Þeir sem höfðu aðgang að ræktun heys áttu margir hverjir í viðskiptum við bæinn og seldu honum hey til að eiga í hlöðu. Í skjali frá 21. júlí 1919 selur Guðmundur Helgason í Eskihlíð bæjarstjórninni 450 hesta af …“góðu vel verkuðu og þurru hestaheyi“ sem heyjað er á Þrándarstöðum í Kjós. Fróðleg lýsing er á því hvernig heyinu skal komið til Reykjavíkur og bæjarstjórnin taki við því auk þess sem greiðslutilhögun og verð heysins er vel útlistuð:

 

Heykaup_1919
Mynd: Samningur um kaup Reykjavíkurbæjar á heyi 1919

 

Istaka_a_Tjorninni_1906-1916
Mynd: Ístaka á Tjörninni 1909-1916. Hestar draga vagna með ísklumpum.

 

Hestar_Laekjargata
Mynd: Reiðmenn í Reykjavík á hestum sínum á horni Hverfisgötu og Lækjargötu 1934

 

Heimildir: BsR. Málasafn borgarstjóra. Aðfnr. 3441. Örk 4 - Hestahald 1919-1947. Askja 909.

Ljósmyndir: http://commons.wikimedia.org

Höfundur: Andrés Erlingsson 2021

 

Share

Til baka...