Gamall haus


Hagbeit í höfuðstað - Norræni skjaladagurinn 2021

Oft geta gömul skjöl aðeins gefið hugmyndir að efni sínu ef ekki fylgir með ítarlegri upplýsingar eða merkingar. það gefur þeim sem það rýnir tilvísanir í staðreyndir sem þarf að túlka og jafnvel styðja með frekari rannsóknum og heimildum.

 

Í málasafni borgarstjóra má finna merkilegt kort af Reykjavík sem er ódagsett og ekki merkt ártali. Það liggur milli skjala í flokknum „Beitilandið 1915-1966“ sem merkt eru á milli áranna 1918 og 1920 og þannig tengt „sveitalífi“ bæjarins.

 

Kort - Hagar
Mynd: Yfirlitskort af Reykjavík 1918-1920

 

Þetta kort gefur hugsanlega innsýn í hagbeit í bæjarlandinu  en inn á það eru merkt svæði allt frá Melunum til Sogamýrar sem gefa til kynna að þar sé um beitilönd um að ræða. Slík svæði hafa síðan færst utar og utar í bæjarlandinu eftir því sem árin líða og þörfin fyrir lóðir fyrir byggð eykst smátt og smátt.

 

Til glöggvunar má hér sjá yfirlitsmyndir af Reykjavík áratug síðar og fyrri myndin sýnir yfir hluta svæðisins sem kortið hér að ofan sýnir:

Reykjavík - 1930
Mynd: Horft yfir Melana og Suðurgötu úr turni Kaþólsku kirkjunnar á Landakotstúni 1930

 

 

Reykjavík_Grandi_1930
Mynd: Horft yfir til Vesturgötu og Ánanaust úr turni Kaþólsku kirkjunnar á Landakotstúni 1930

 

Heimildir: BsR. Málasafn borgarstjóra. Aðfnr. 3054. Örk 1 - Beitilandið 1915-1966. Askja 909.

Ljósmyndir: https://commons.wikimedia.org

Höfundur: Andrés Erlingsson 2021

 

Share

Til baka...