Brunabótavirðingar


Heiti heimildar: Brunabótavirðingar / virðingargjörð.

Tímabil: 1874-1981.

Tilurð: Reykjavík fékk inngöngu í Brunabótafélag dönsku kaupstaðanna árið 1874 og þar með varð öllum húseigendum skylt að tryggja hús sín. Torfbæir voru þó undanþegnir tryggingaskyldu. Í kjölfarið tóku virðingarmenn út fasteignir þær sem átti að tryggja. Virðingar voru gerðar með reglulegu millibili og tiltekið sérstaklega ef breytingar eða viðbætur höfðu orðið á húsinu. Árið 1981 var hætt að gera virðingargjörð með þessum hætti.

Í brunavirðingum er að finna greinagóðar upplýsingar um herbergjaskipan, byggingarefni og stærð húsa. Koma þessar upplýsingar að góðum notum þegar fólk vill kynna sér sögu húsa eða gerir upp hús sín í sem upprunalegustu mynd. Enn fremur nýtast þessar upplýsingar þeim einstaklingum sem óska eftir því að fá séreign samþykkta sem íbúð.

Upplýsingar:

Aðgangur: Án takmarkana, með fyrirvara um ástand skjala.

Safn: Borgarskjalasafn, héraðsskjalasöfn.

Tilvísun í hvaða skjölum eða hjá hvaða embættum má finna sömu upplýsingar eða hliðstæðar:



Brunabótavirðingar
Brunabótavirðingar.

Brunabótavirðingar
Brunabótavirðingar.

Efni síðunnar kemur frá: Borgarskjalasafninu í Reykjavík.