Spjaldskrá vegabréfshafa


Heiti heimildar: Spjaldskrá vegabréfshafa.

Tímabil: - 1988.

Tilurð: Saga vegabréfa nær langt aftur í aldir. Óvíst er hvenær fyrstu íslensku vegabréfin voru gefin út og hvar þau eru að finna. Árið 1782 skrifuðu fimm sýslumenn á Íslandi bréf til konungs og báðu um leyfi til þess að mega taka 8 skildinga fyrir hvert vegabréf, sem þeir gáfu út. Sú ráðstöfun að sýslumenn gæfu út vegabréf hefur haldist óbreytt allar götur til dagsins í dag. Um og eftir 1900 var farið að halda betur utan um útgefin vegabréf og útlit þeirra varð staðlað. Auk þess sem með tilkomu ljósmyndatækninnar var farið að setja ljósmyndir af viðkomandi í vegabréfin.

Upplýsingar:

Aðgangur: Aðgangur er einhverju marki takmarkaður þó ekki að þeim gögnum eru orðin 80 ára gömul.

Safn: Þjóðskjalasafn fram til 1988, en einnig Borgarskjalasafn Reykjavíkur fyrir útgefin vegabréf í Reykjavík frá 1936 -1958.

Tilvísun í hvaða skjölum eða hjá hvaða embættum má finna sömu upplýsingar eða hliðstæðar: Varðandi ný og nýleg vegabréf. Lögregluembætti og sýslumenn um land allt.



Spjald Ástu Ólafsdóttur Benjamínsson
Sýnishorn úr spjaldskrá. Spjald Ástu Ólafsdóttur Benjamínsson.

Spjald Þórbergs Þórðarsonar rithöfundar
Sýnishorn úr spjaldskrá. Spjald Þórbergs Þórðarsonar rithöfundar.

Efni síðunnar kemur frá: Borgarskjalasafninu í Reykjavík.