Heiti heimildar: Lóðarleigusamningar.
Tímabil: 1920 - .
Tilurð: Uppbygging bæjarfélaga á Íslandi á sér ekki langa sögu. Í velflestum bæjum voru bæði til einkalóðir og bæjarlóðir. Frá stofnun kaupstaðar í Reykjavík árið 1786 hafði verið litið á lóðir sem eign lóðarhafa en bæjarsjóður innheimti hins vegar fast lóðargjald. Skömmu eftir aldamótin 1900 hófst formleg lóðasala og árið 1920 var gerð samþykkt um leigu á lóðum bæjarins. Síðan þá hefur úthlutun leigulóða verið meginregla. Um leigulóðir var gerður sérstakur samningur, oft til 75 ára eða lengur. Leiga lóðarinnar var með þeirri kvöð að byrjað yrði að byggja húsið innan tiltekins tíma, ella yrði samningurinn ónýtur og lóðin rynni aftur til bæjarins. Enn fremur voru útlistaðar ýmsar kvaðir varðandi aðgengi annarra að lóðinni: bílastæði og/eða opnir göngustígar o.s.frv. Þegar samningur rann út var undantekningarlaust gerður nýr langtímasamningur á grundvelli þess gamla.
Upplýsingar:
Efni síðunnar kemur frá: Borgarskjalasafninu í Reykjavík.