Áætlanir um flughöfn í Vatnsmýri


Bréf Flugfélags Íslands
BsR. Bréf Flugfélags Íslands hf. til borgarstjóra 21. júlí. 1930. Askja 906. Málasafn borgarstjóra. Aðfnr. 3398.

Flugbakterían náði snemma tökum á Íslendingum, enda augljóst að mikil samgöngubót fólst í því að reglulegum flugsamgöngum yrði komið á. Hins vegar skorti mjög á að gerðir væru flugvellir, enda fylgdi því mikill kostnaður. Á hinn bóginn umkringdi sjór helstu þéttbýlisstaði landsins og því hægara um vik að stunda sjóflug. Árið 1928 var Flugfélag hf. stofnað í Reykjavík. Einn aðalhvatamaður að stofnun þess var dr. Alexander Jóhannesson síðar rektor Háskóla Íslands. Hér til hliðar má sjá bréf hans til borgarstjóra þar sem hann fer fram á að Flugfélagi Íslands hf. sé úthlutað landi í Vatnagörðum inni við Klepp til sjóflugs.

Bréf Flugfélags Íslands
BsR. Bréf Flugfélags Íslands hf. til borgarstjóra 21. júlí. 1930. Askja 906. Málasafn borgarstjóra. Aðfnr. 3398.
 

Íslenskir flugáhugamenn voru mjög framtakssamir og reyndu að hafa allar klær úti við að verða sér út um aðstöðu til flugs. Hér til hægri gefur að líta bréf Lárusar Björnssonar, leigjanda túnbletts nr. 5 í Vatnsmýrinni til Félags ísl. flug-og vélamanna frá árinu 1936. Þar sem hann tilkynnir þeim að hann gefur þeim fullt leyfi „til þess, að laga skurði og gera aðrar þær umbætur, sem nauðsynlegar eru, á nefndum túnbletti, svo hann verði nothæfur til flugæfinga, þegar ég hefi slegið hann og hirt“.

Bréf Lárusar Björnssonar
BsR. Bréf Lárusar Björnssonar til Félags ísl. flug- og vélamanna um að þeir geti notað tún hans til flugæfinga. Askja. 906. Málasafn borgarstjóra. Aðfnr. 3398.
 

Hér gefur að líta yfirlitsmynd frumáætlunar Gústafs E. Pálssonar af „flughöfn“ í Reykjavík sem hann gerði árið 1937.


Yfirlitsmynd
BsR. Yfirlitsmynd fyrir frumáætlun um flugvöll í Vatnsmýrinni. Gerð af Gústaf E. Pálssyni. Askja. 906. Málasafn borgarstjóra. Aðfnr. 3398.