Fram á tuttugustu öld voru hestar aðalsamgöngutæki landsmanna. Í Reykjavík gat því oft verið þröng á þingi þegar mikið var af hestum í bænum. Hér gefur að líta auglýsingu frá Unbehagen kaupmanni frá 22. júní 1880 um að hestar séu ekki látnir standa fyrir framan verslunarhús hans, heldur komið fyrir í porti eða í haga.
Bílastæði eru fylgifiskur bifreiða og sumarið 1919 voru settar reglur um bifreiðarstæði í Reykjavík og kváðu þær um að hægt væri að leigja stæði af bænum.
Bæjaryfirvöld í Reykjavík urðu fljótt áskynja þessað umferð um götur bæjarins var e.t.v. mun meiri en göturnar voru hannaðar fyrir. Bæjarverkfræðingur sá um að telja þá bíla sem fóru um helstu götur bæjarins. Hér fyrir neðan er mynd sem skrifstofa bæjarverkfræðings gerði árið 1956 og sýnir umferð um Aðalstræti hinn 9. mars það ár.