Þegar bærinn tók að stækka á síðari hluta 19. aldar var ljóst að setja yrði einhverjar reglur um umferð vagna og hesta um götur bæjarins. Hér gefur að líta útdrátt úr lögreglusamþykkt fyrir Reykjavík frá árinu 1890. En þar kemur fram að umferðahraði skuli ekki vera meiri en það sem nemur hægu brokki.
Reykjavík þurfti að takast á við sífellt stærri vandamál vegna aukinnar umferð bíla og hestvagna þegar leið á 20. öldina. Þetta kom bersýnilega í ljós þegar skemmtiferðaskip hafði viðdvöl í bænum sumarið 1925. Jókst þá umferð í miðbænum það mikið að það lá við umferðaöngþveiti. Brást þá Knud Zimsen, þáverandi bæjarstjóri við með því að taka sjálfur við umferðastjórn eins og þessi póstkort sýna.
Heimild: Lýður Björnsson: Við flóann byggðist borg. Saga Reykjavíkur. Námsgagnastofnun gaf út, Reykjavík 1986, bls. 31.