Yfirvöld í Reykjavík gerðu sér snemma grein fyrir því að það var ekki nóg að setja umferðareglur heldur þyrfti með stöðugum áróðri að berjast fyrir bættri umferðarmenningu. Einn liðurinn í þeirri baráttu var að vekja athygli vegfarenda á hættulegum stöðum í umferðinni, eins og auglýsing frá umferðanefnd Reykjavíkur frá árinu 1956 sýnir.
Reykjavíkurborg þótti ástæða til þess að verðlauna góða ökumenn eins og þessi viðurkenning sýnir.