Haus
Umsókn um byggingarleyfi
Umsókn um byggingarleyfi fyrir húsið við Lynghaga 3 frá 8. júní 1952.
Heimild: Borgarskjalasafn Reykjavíkur, skjalasafn Byggingarfulltrúa B/5888.


Samþykkt á umsókn um byggingarleyfi
Samþykkt á umsókn um byggingarleyfi vegna Lynghaga 3 frá 23. júní 1952.
Heimild: Borgarskjalasafn Reykjavíkur, skjalasafn byggingarfulltrúa B/5888.


Brunavirðing
Brunavirðing fyrir húsið við Lynghaga 3. Brunavirðingar á húsum í Reykjavík voru gerðar allt frá miðri 19. öld fram til ársins 1981. Í þeim kemur fram hvaða byggingarefni hefur verið notað, herbergjaskipan og hversu hátt húsin eru metin til brunabóta.
Heimild: Húsatryggingar Reykjavíkur, brunavirðingar húsa í Reykjavík.


Lóðaleigusamningur
Lóðaleigusamningur fyrir Lynghaga 3 frá árinu 1952. Eignarlóðir í Reykjavík er helst að finna í gamla bænum austan og vestan lækjar en flestar lóðir í Reykjavík eru leigulóðir þar sem borgin getur sett ákveðnar kvaðir á lóðina. Í þessu tilfelli eru þrjár kvaðir á lóðinni t.d. er kvöð sem mikið var notuð á mesta fólksfjölgunartímabili borgarinnar þar sem bannað er að selja húsið á lóðinni mönnum sem flutt hafa til borgarinnar eftir 9. september 1941 án sérstaks samþykkis bæjarráðs.

Lóðaleigusamningur
Lóðaleigusamningur, mynd 2.

Uppdráttur með lóðaleigusamningi
Uppdráttur með lóðaleigusamningi. Á uppdráttum kemur fram stærð viðkomandi lóðar og afstaða hennar til nærliggjandi lóða og gatna.

Yfirlitsblað
Yfirlitsblað (B-blað) fyrir Þingholtsstræti 24. Yfirlitsblað er til fyrir flest hús í Reykjavík sem byggð hafa verið fyrir árið 1916. Þar kemur fram yfirlit yfir gömul skjöl sem til eru bæði hér á Borgarskjalasafni og á Þjóðskjalasafni varðandi lóð, hús og eigendur.

Við byggjum

Á undanförnum árum hefur áhugi fólks á sögu húsa sinna stóraukist. Á Borgarskjalasafni eru varðveittar heimildir um öll hús í Reykjavík. Í skjalasafni byggingarfulltrúa, sem varðveitt er á safninu, er mappa fyrir sérhvert hús þar sem finna má skjöl varðandi byggingarsögu hússins og breytingar á því. Lóðasamningar fyrir leigulóðir eru til á safninu og einnig eru möppur til sem varðveita skjöl um gömul erfðafestulönd. Brunavirðingar eru til fyrir öll hús í Reykjavík sem byggð hafa verið fyrir 1981. Í þeim er greinargóð lýsing á byggingarefni og herbergjaskipan og í eldri virðingum er oft að finna lýsingu á vegg- og gólfefnum. Einnig eru á Borgarskjalasafni manntöl/íbúaskrár allt frá 1768.