Haus
Handgert brúðkaupskort Handgert brúðkaupskort, skrautritað af Jóni Theódórssyni, til Guðrúnar Jónsdóttur og Sigurðar Sigtryggssonar sem gengu í hjónaband 26. september 1940.
Borgarskjalasafn Reykjavíkur: Einkaskjalasafn nr. 196, askja 11.


Brúðkaupsmynd Brúðkaupsmynd frá 5. júlí 1957 af Hilmari Daníelssyni flugmanni og Láru Vigfúsdóttur innanhúsarkitekt.
Borgarskjalasafn Reykjavíkur: Einkaskjalasafn 1, askja 15.


Gullbrúðkaupskveðja Gullbrúðkaupskveðja frá Kvennaskóla Reykjavíkur til Páls Melsted og Thoru Melsted sem áttu 50 ára brúðkaupsafmæli 9. nóvember 1909. Ljóðið er eftir Steingrím Thorsteinsson. Borgarskjalasafn Reykjavíkur: Einkaskjalasafn 211, askja 2.

Gullbrúðkaupskveðja Gullbrúðkaupskveðja, mynd 2.

Hjónavígsluvottorð/leyfisbréf Hjónavígsluvottorð/leyfisbréf frá 5. september 1902 þar sem danski kóngurinn sem einnig var konungur yfir Íslandi á þessum tíma gefur Hjörleifi Thordarsyni og Sigríði Rafnsdóttur leyfi til að giftast. Borgarskjalasafn Reykjavíkur: Einkaskjalasafn 1, askja 19.

Hjónavígsluvottorð/leyfisbréf Hjónavígsluvottorð/leyfisbréf, mynd 2.

Við hjónin

Eitt má segja að gilt hafi um hjónaband allt frá upphafi vega til dagsins í dag, að það er samningur sem tveir einstaklingar gera sín á milli og fram til 1996 voru aðilar samningsins hér á landi einungis karl og kona. Lengi vel var hjónabandið samofið trúarlegum gildum en nú í dag hefur fjölbreytni færst í vöxt. Flestir ganga í hjónaband í kirkjulegri vígslu en fjöldi þeirra sem kýs borgaralega vígslu eykst hægt og bítandi ár frá ári. Árið 2004 fóru 1.183 kirkjulegar vígslur fram en 289 vígslur á vegum sýslumanna. Árið 1996 tóku í gildi lög um staðfesta samvist samkynhneigðra og síðan þá hafa yfir 120 samkynhneigð pör gift sig. Ást og rómantík hefur ekki alltaf verið forsenda hjónabands en er nú í dag vonandi grunnur þeirra flestra.

Tilvísun í heimild Heimildir:
http://www.hagstofa.is/
Loftur Guttormsson, "Hjúskapur og hugarfar". Saga 1992, bls. 157-196. Vera 1988 4 (7) bls. 5.