Haus
Borgarabréf handa Rafni Sigurðssyni Borgarabréf handa Rafni Sigurðssyni til að mega reka verslun í Reykjavíkurkaupstað sem gefið var út 3. nóvember 1897. Borgarskjalasafn Reykjavíkur: Einkaskjalasafn nr. 1, askja 19.

Uppstilling í búðaglugga hjá Vogue Uppstilling í búðaglugga hjá Vogue, ódagsett. Borgarskjalasafn Reykjavíkur: Einkaskjalasafn nr. 52, askja 2.

Bréf til Vigfúsar Guðbrandssonar klæðskera Bréf til Vigfúsar Guðbrandssonar klæðskera frá viðskiptavini á Stöðvarfirði. Vigfús gaf út nákvæmar leiðbeiningar um það hvernig fólk ætti að taka mál þannig að fólk gat pantað föt vandræðalaust hvaðanæva af landinu. Borgarskjalasafn Reykjavíkur: Einkaskjalasafn nr. 256, askja 1.


Við kaupmenn

Reykjavík fékk kaupstaðarréttindi árið 1786. Í kaupstaðnum máttu þeir einir stunda borgaralegar atvinnugreinar (iðnað og verslun), sem fengið höfðu borgarabréf og unnið borgaraeið. Bréfið tryggði handhafa rétt til að sunda fyrrnefndar atvinnugreinar innan takmarka kaupstaðarins. Borgarabréf tíðkuðust fram á öndverða 20. öld, en eiðurinn datt upp fyrir um 1820.

Upp úr aldamótum 1900 fór líf að færast í verslunarmenninguna í Reykjavík og verslanir með mikil umsvif störfuðu í bænum eins og Fichers-verslun, Duus-verslun og Thomsens Magasin. Nokkur skjalasöfn verslana og kaupmanna eru varðveitt á Borgarskjalasafni til dæmis skjöl verslunar H.P. Duus, og skjalasafn Vigfúsar Guðbrandssonar & Co.

Tilvísun í heimild Heimild:
Evidence! Europe Reflected in Archives, ritstjóri: Arne Skivenes. European Cities of Culture 2000.



Auglýsing um Strin sterkju Auglýsing um Strin sterkju
Auglýsing um Strin sterkju, ódagsett. Borgarskjalasafn Reykjavíkur: Einkaskjalasafn nr. 1, askja 7.