Haus
Upplýsingarit gatnamálastjóra Gatnamálastjórinn í Reykjavík gaf út í samvinnu við umferðarnefnd upplýsingaritið Umferð í Reykjavík. Þar er að finna upplýsingar fyrir vefarendur í borginni ásamt skýringarmyndum af helstu gatnamótum borgarinnar og hvernig skuli fara um þau. Borgarskjalasafn Reykjavíkur: Umferðardeild gatnamálastjóra, kassi D.

Skýringarmynd af Miklatorgi Skýringarmynd af Miklatorgi úr upplýsingariti gatnamálastjórans en þar er einnig að finna upplýsingar um 8 önnur gatnamót í borginni. Borgarskjalasafn Reykjavíkur: Umferðardeild gatnamálastjóra, kassi D.

Dreifimiði frá árinu 1967 Dreifimiði frá árinu 1967 þar sem byrjað er að kynna breytingu yfir í hægri umferð. Borgarskjalasafn Reykjavíkur: Umferðardeild gatnamálastjóra, kassi D.

Endurhönnun gatnamóta Vegna breytingarinnar yfir í hægri umferð þurfti að hanna gatnamót upp á nýtt en hér er sýnishorn af einni tillögunni. Borgarskjalasafn Reykjavíkur: Gatnamálastjórinn í Reykjavík, Hönnun hægri umferðar, askja 24.Við til hægri

Frá því fyrsti bíllinn kom til landsins var keyrt vinstra megin á vegum landsins en sunnudaginn 26. maí 1968 var skipt yfir í hægri umferð. Árið 1940 voru sett umferðarlög á alþingi sem kváðu meðal annars á um að taka upp hægri umferð 1. janúar 1941 en vegna hersetu Breta kom þetta ákvæði ekki til framkvæmda.

Frumvarp til laga um hægri handar umferð var svo samþykkt á Alþingi 1965-1966 og kom það í hlut gatnamálastjóra borgarinnar og framkvæmdanefndar hægri umferðar að sjá um framkvæmd skiptingarinnar.

Rökin fyrir því að skipt var yfir í hægri umferð voru helst þau að hægri umferð var orðin ráðandi í umferð á landi og algild í lofti og á sjó. Einnig voru bílar yfirleitt framleiddir með stýrið vinstra megin og hafa þá ökumenn betri yfirsýn í hægri akstri auk þess sem tiltekið var að bílar sem henta vinstri handar umferð væru orðnar dýrari en hinir.

Tilvísun í heimild Heimild:
Hægri umferð, leiðbeiningar frá framkvæmdanefnd hægri umferðar.
Auglýsingalímmiði
Auglýsingalímmiði sem beint var að gangandi vegfarendum vegna hægri umferðar. Borgarskjalasafn Reykjavíkur: Umferðardeild gatnamálastjóra, kassi D.

Leiðbeiningabæklingur Framkvæmdanefndar hægri umferðar
Leiðbeiningabæklingur sem gefinn var út af Framkvæmdanefnd hægri umferðar. Þar eru ítarlegar leiðbeiningar um það hvernig fólk á að haga sér meðan á breytingunni stendur og eftir hana. Meðal annars er tilkynnt um algert umferðarbann sem gilti aðfararnótt 26. maí 1968 svo menn gætu unnið í friði að því nóttina fyrir yfirfærsluna að breyta umferðarskiltum, stilla umferðarljós og slíkt. Borgarskjalasafn Reykjavíkur: Umferðardeild gatnamálastjóra, kassi D.