SAMAN GETUM VIÐ MEIRA
Inner Wheel er félagsskapur framtakssamra kvenna sem sameinast í
vináttu
og fjölbreyttum góðgerðarmálum til handa samfélaginu í heild
sinni

International Inner Wheel
Inner Wheel er alþjóðahreyfing sem er upprunnin í Bretlandi. Fyrsti IW klúbburinn var stofnaður árið 1924 í Manchester á Englandi.
Alþjóðlegu samtökin voru stofnuð árið 1967 og við samtökin starfa núna yfir 100.000 félagar, víðs vegar um heiminn.

Inner Wheel Ísland
Fyrsti Inner Wheel klúbburinn á Íslandi var stofnaður 15.mars 1973 í Reykjavík. Klúbbarnir eru núna sex með tæplega 150 félagskonur, en saman mynda klúbbarnir Umdæmi 136 sem er yfir íslensku klúbbunum. Inner Wheel umdæmið á Íslandi var stofnað í nóvember 1987.

Málefni
Hver klúbbur hefur frjálsar hendur með það á hvern hátt og hversu víðtæk þjónusta þeirra verður. Vinátta og alheimsviðhorf koma fram í keðjuverkun Inner Wheel, sem tengir saman klúbba ólíkra landa með gagnkvæmum heimsóknum og samskiptum félaga.
Hvað er Inner Wheel?
Inner Wheel eru samtök kvenna sem tengjast núverandi eða fyrrverandi Rótarý félögum, núverandi eða fyrrverandi Inner Wheel félögum, sem og kvenna sem boðist hefur að gerast félagar í Inner Wheel klúbbi. Samtökin eru með allra stærstu sjálfboðaliðasamtökum kvenna á heimsvísu, eru með starfsemi í 104 löndum og innihalda yfir 108614 félagskonur í 3979 klúbbum.
Markmið samtakanna

Að auka sanna vináttu

Að efla mannleg samskipti

Að auka alþjóðlegan skilning
Hver sú kona sem samsamar sig við þessi þrjú megin markið Inner Wheel samtakanna getur gengið í hreyfinguna. Félagar ná þessum markmiðum með þátttöku í klúbbastarfi, sem felur í sér stjórnarstörf, fjáraflanir, samveru og gleði, í bland við vináttu og sameiginlegt markmið um að þjóna nærsamfélaginu. Félagar veita verklega aðstoð sem og fjárhagslega hvenær sem áföll bresta á, hvort sem það er í nærsamfélaginu, á landsvísu eða alþjóðlega, bæði vegna náttúruhamfara sem og fyrir fólk á stríðsþjáðum svæðum.

Einkunnarorð ársins 2021 - 2022
„Konur í fyrirrúmi“
International Inner Wheel velur á hverju ári nýtt verkefni sem jafnframt fær tákn og slagorð.
Slagorð núverandi tímabils er "Pink first."
Sex klúbbar á Íslandi
Félagar geta einnig sótt fundi hjá Inner Wheel klúbbi í hvaða landi sem er og geta gengið að því vísu að vera alls staðar velkomnir.

Inner Wheel Görðum

Inner Wheel Kópavogur

Inner Wheel Hafnarfjörður

Inner Wheel Selfoss

Inner Wheel Keflavík

Inner Wheel Reykjavík
Málefnin
Viðfangsefnin eru fjölbreytt og félagar hvers klúbbs ákveða sjálfir að hvaða málefnum þeir kjósa að vinna hverju sinni og með hvaða hætti.
Fréttir
- Allt
- Fréttir
- Viðburðir
- Allt
- Fréttir
- Viðburðir
Umdæmisþing – Dagskrá
Dagskrá 33. Umdæmisþings Inner Wheel á Íslandi sem haldið verður 7. maí 2022 í safnaðarheimili Ástjarnarkirkju í Hafnarfirði.
Umdæmisþing 2022
33. Umdæmisþing Inner Wheel á Íslandi verður haldið í Safnaðarheimili Ástjarnarkirkju í Hafnarfirði laugardaginn 7. maí næstkomandi.
Þar sem ekkert þing hefur verið haldið síðan þingið var í Garðabæ 2019 langar okkur til að þið fjölmennið og takið þátt í því sem fram fer.
Kvennaathvarfið fékk styrk að þessu sinni
Á hverju ári veitir Inner Wheel hreyfinging samtökum eða félögum sem samrýmast markmiðunum styrk.
Að þessu sinni var það Kvennaathvarfið sem varð fyrir valinu.
Covid – 19 bólusetningarsjóðurinn – framlag frá íslenska umdæminu og félagskonum
Þegar kórónuveirufaraldurinn byrjaði að herja á heimsbyggðina var stofnaður COVID-19 sjóður á vegum alþjóðasamtaka IIW til þess að kaupa bóluefni handa bágstöddum þjóðum.
Alþjóðlegi Inner Wheel dagurinn – Átak um bólusetningu gegn leghálskrabbameini
Alþjóðlegi Inner Wheel dagurinn er mánudaginn 10 janúar.
Inner Wheel konur á Íslandi halda upp á daginn á fjarfundi kl. 20 þann 10. janúar.
Evrópumót Inner Wheel (Rallý) í Berlín
Evrópumót Inner Wheel félaga og maka (gesta) verður haldið í Berlín 9.-11. september 2022. Skráning er þegar hafin og er þátttökugjald 60 Evrur óafturkræft.
Inner Wheel eru alþjóðasamtök sem mynda hjólið í alþjóðamerki Rotary og eru hreyfingunni til styrktar.

